Bjóða upp á örmerki í hnakka
Í hestavöruversluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi verður nú boðið upp á að setja örmerki í nýja og notaða hnakka.
View ArticleSkúta í neyð undan Meðallandssandi
Kl. 12:20 voru björgunarveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suður- og Austurlandi og björgunarskipin á Höfn og Vestmannaeyjum kölluð út vegna skútu í vandræðum rétt undan Meðallandssandi.
View ArticleFöstu leikatriðin klikka enn og aftur
Selfoss tapaði þriðja leiknum í röð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Fylki á Selfossvelli í kvöld. Lokatölur voru 1-2 eftir fjörugar lokamínútur.
View Article„Okkur er refsað grimmilega“
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Selfoss, var brúnaþungur í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
View ArticleSafnaði 646 þúsund krónum fyrir ABC
Selfyssingurinn Erna Kristín Stefánsdóttir færði ABC barnahjálp afraksturinn af fjársöfnun sinni fyrr í vikunni en hún lagði hárið að veði til að safna hálfri milljón króna fyrir samtökin.
View ArticleÞrjár uppaldar hjá KFR í U16
Þrjár stúlkur uppaldar hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga voru valdar í æfingahóp hjá U16 landsliði kvenna sem æfir fyrir Norðurlandamótið, sem fer fram í Noregi í júlí.
View ArticleSuðurstrandarvegur formlega opnaður
Í dag kl. 14 verður Suðurstrandarvegur formlega opnaður með borðaklippingu og athöfn á veginum rétt austan við Krýsuvíkurveg.
View ArticleLæknir mælir með að Hvergerðingar taki inn magnesíum og joð
Hallgrímur Magnússon, læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir að Hvergerðingar ættu að taka reglulega inn magnesíum og joð til að bregðast við brennisteinsvetnismengun í bænum.
View ArticleSuðurlandsslagur á Hvolsvelli í kvöld
Í kvöld verður Suðurlandsslagur á Hvolsvelli þegar sunnlensku liðin tvö í 2. deild, KFR og Hamar, mætast. Leikurinn hefst kl. 20.
View ArticlePóstafgreiðslunni á Laugarvatni lokað
Pósturinn hefur tilkynnt sveitarstjórn Bláskógabyggðar að póstafgreiðslunni á Laugarvatni sem starfrækt hefur verið í verslun Samkaup Strax verði lokað.
View ArticleVar bjargað úr Drekkingarhyl
Rétt eftir klukkan tvö barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af steinbrúnni sem liggur yfir Öxará, við Drekkingarhyl. Missti hann fótana á syllu, rann niður um fimm metra og lenti illa.
View ArticleEinar valinn í U20 liðið
Selfyssingurinn Einar Sverrisson hefur verið valinn í U20 ára landsliðs karla í handknattleik, sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Tyrklandi í júlí.
View ArticleRótgróin hátíð á Bakkanum
Enn á ný kalla Eyrbekkingar sjálfa sig, nágranna og aðra gestkomandi til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka. Hátíðin er haldin í fjórtanda sinn á laugardag og enn og aftur er boðið upp á fjölbreytta dagskrá...
View ArticleTil hagsbóta og öryggis fyrir atvinnulíf og íbúa
Suðurstrandarvegur var vígður formlega í dag en Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri klipptu á borða við vígsluna.
View ArticleBragðdauft jafntefli á Hvolsvelli
KFR og Hamar bíða ennþá eftir fyrsta sigri sínum í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Hvolsvelli í kvöld en KFR náði þar í sitt fyrsta stig í sumar.
View ArticleLýðræðisbúðir á Sólheimum
Í gær lauk á Sólheimum í Grímsnesi vikulöngu námskeiði fyrir ungt fólk í Evrópu um þátttöku í lýðræðislegu samfélagi.
View ArticleBlómasirkus í Hveragerði um helgina
Undirbúningur fyrir sýninguna Blóm í bæ í Hveragerði hefur staðið yfir á fullu síðustu daga. Allt stefnir í glæsilega sýningu í blíðskaparveðri.
View ArticleListamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin
Sýningin „Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin“ verður opnuð í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði í dag kl. 17:00.
View ArticleÁheitahlaup í nafla alheimsins
„Þessi hugmynd spratt upp eftir gosið í Eyjafjallajökli þegar fólk var hætt að koma austur vegna frétta af öskufjúki,“ segir Jón Gísli Harðarson, annar stofnenda Naflahlaupsins sem haldið verður á...
View ArticleLára verpir við skálann í Nýjadal
Heiðargæs hefur verpt rétt við flaggstöngina við skála Ferðafélags Íslands í Nýjadal á Sprengisandi.
View Article