Þremur félagsmálastjórum sagt upp
Öll sveitarfélög í Árnessýslu utan Árborgar hyggjast sameinast um yfirstjórn félagsþjónustu og ráða einn sameiginlegan félagsmálastjóra.
View ArticleEkkert ferðafæri á hálendinu
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að aðstoða nokkra jeppa sem eru í vandræðum á Kjalvegi við Bláfellsháls. Mjög erfitt færi og krapi er á hálendinu.
View ArticleErfiðar aðstæður á Kili
Björgunarsveitarmenn hafa náð til allra jeppamannanna sem óskuðu aðstoðar í dag vegna mjög slæmrar færðar á Kjalvegi nálægt Bláfellshálsi.
View ArticleLeitað að hestamanni í Gnúpverjahreppi
Björgunarsveitir frá Selfossi og úr uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út til leitar að manni í Gnúpverjahreppi laust eftir miðnætti í kvöld.
View ArticleÝmislegt í boði í Árborg
Það er ýmislegt um að vera í Árborg um páskana, bókasafnið á Selfossi er opið í dag og þar eru opnar listsýningar.
View ArticleÖðruvísi ball á 800
Það verður öðruvísi ball á 800Bar á Selfossi í kvöld. Hljómsveitin Öðruvísi en þeir heldur uppi gleðinni en það verður frítt inn og 2 fyrir 1 á barnum alla nóttina.
View ArticleDeilt um sölu á húsnæði
Rangárþing eystra hefur tekið kauptilboði í Stóragerði 1a á Hvolsvelli þar sem áður var leikskóli þar til fyrir um tveimur árum.
View ArticleSkilaboð til blómaþjófa á lúxusjeppa
„Sæl hjón sem að komuð á svörtum Porsche Cayenne í dag, föstudaginn langa og tókuð plönturnar úr blómakerjunum hjá mér kl 14:38. Þið náðust á 4 öryggismyndavélar ásamt bílnúmeri.”
View ArticleKristín sigraði í 35+
Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt fór fram í Háskólabíói á skírdag og föstudaginn langa. Þrír Sunnlendingar kepptu á mótinu.
View ArticleTveir á slysadeild
Tveir voru fluttir til skoðunar á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Þrengslavegi við gatnamót Suðurlandsvegar um kl. 19 í kvöld.
View ArticleHross bólusett gegn sumarexemi
Bólusetning gegn sumarexemi í íslenskum hrossum er nú að hefjast í fyrsta skipti en helmingur allra hrossa sem eru flutt úr landi fær exem.
View ArticleHrunamenn stofna Bjarkasjóðinn
Umf. Hrunamanna hefur stofnað menntunar- og afrekssjóð, Bjarkasjóðinn. Sjóðurinn er nefndur eftir Matthíasi Bjarka Guðmundssyni, fyrrum formanni UMFH, sem lést fyrr á árinu 43 ára gamall.
View ArticleÞakskífur fuku í Tjarnarbyggð
Björgunarfélag Árborgar sinnti einu óveðursútkalli um miðjan dag í dag þegar þakskífur fóru að fjúka af tvílyftu kanadísku húsi í Tjarnarbyggð í Sandvíkurhreppi.
View ArticleStuðningsmennirnir senda Selfoss beint upp
Stuðningsmannasíðan Selfoss.org hefur nú birt spá sína fyrir komandi tímabil í 1. deild karla í knattspyrnu. Stuðningsmennirnir spá Selfossi deildarmeistaratitlinum.
View ArticleHætta á frekara hruni í Steinahelli
Töluvert grjóthrun varð í gærkvöldi eða nótt úr loftinu á Steinahelli, í suðurhlíð Steinafjalls undir Eyjafjöllum.
View ArticleRöktu spor piltanna í snjónum
Lögreglunni á Selfossi barst í nótt tilkynning um að eldur hefði komið upp í ruslageymslu á Stokkseyri. Á vettvangi fundu lögreglumenn fótspor sem lágu frá geymslunni í nýföllnum snjónum.
View ArticleSlasaður ferðamaður í Reykjadal
Hjálparsveit skáta í Hveragerði ásamt lögreglu og sjúkraliði og Björgunarfélagi Árborgar eru að sækja slasaðan ferðamann í Reykjadal inn af Hveragerði.
View ArticleHelst hreyfing á íbúðum og sumarbústöðum
,,Það má kannski segja að þetta sé örlítið líflegra en í fyrra en samt ósköp mikil ládeyða,” segir Guðmundur Einarsson, fasteignasali á fasteignasölunni Fannberg á Hellu.
View ArticleFluttur með þyrlu á sjúkrahús
Ferðamaðurinn sem slasaðist í Reykjadal í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF á sjúkrahús. Maðurinn var með opið fótbrot.
View ArticleAldraðir fluttir langt frá heimilum sínum
Ófremdarástand ríkir í málefnum aldraðra og mikið veikra einstaklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum á Suðurlandi að mati rekstaraðila hjúkrunarheimila í landsfjórðungnum.
View Article