Auglýst eftir framboðum
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur auglýst eftir framboðum í prófkjöri við val frambjóðenda á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.
View ArticleSelfoss í 8-liða úrslit eftir magnaðan sigur
Selfyssingar eru komnir í 8-liða úrslit Símabikars karla í handbolta eftir magnaðan sigur á úrvalsdeildarliði Vals, 28-27, á Selfossi í kvöld. Markvörðurinn Helgi Hlynsson var besti maður vallarins.
View ArticleGlæsilegur árangur Björgvins Karls
Björgvin Karl, tvítugur Stokkseyringur, og þjálfari hjá Crossfit Hengli í Hveragerði varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í Crossfit sem fram fór um síðustu helgi.
View ArticleBókavika framundan
Sunnlenska bókakaffið stendur fyrir bókakynningum og menningarsamkomum um allt Suðurlandi næstu daga. Um sannkallaða bókaviku er að ræða.
View ArticleNý bryggja í Landeyjahöfn
Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrrar þjónustubryggju í Landeyjahöfn. Um er að ræða nýja bryggju sem verður staðsett gegnt ferjubryggjunni í höfninni.
View Article„Slegið í gegn“ í aðrennslis-göngunum
Í síðustu viku náðist sá merki áfangi við byggingu Búðarhálsvirkjunar að „slegið var í gegn“ í jarðgangnagerðinni þegar síðasta haftið í jarðgöngum var sprengt og göngin opnuðust í gegnum fjallið.
View ArticleMeirihlutinn fallinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Meirihluti sveitarstjórnar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er fallinn en sveitarstjórnin samþykkti í dag vantrauststillögu á Gunnar Örn Marteinsson sem oddvita.
View ArticleGylfi Ægisson í Höfninni í kvöld
Gylfi Ægisson heldur tónleika í Versölum, minni tónleikasal Ráðhúss Ölfuss í Þorlákshöfn, í kvöld kl. 20.
View ArticleZero sló í gegn á Stíl
Keppendur frá félagsmiðstöðinni Zero á Flúðum náðu frábærum árangri í hönnunar-, hárgreiðslu- og förðunarkeppninni Stíll 2012 sem Samfés hélt á dögunum.
View ArticleLandsmarkaskrá komin á vefinn
Landsmarkaskrá er komin á vefinn á slóðinni www.landsmarkaskra.is. Hún inniheldur um 14.700 mörk að frostmörkum meðtöldum.
View ArticleÞór fékk Snæfell úti
Þór Þorlákshöfn mun heimsækja Snæfell í Stykkishólm í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta.
View ArticleÞrjár bílveltur í Árnessýslu
Fimm manns voru í bíl sem valt við Laugarvatn laust eftir klukkan fjögur í dag. Allir voru fluttir á slysadeild á Selfossi en meiðsli fólksins voru minniháttar.
View ArticleÓmar ekki í bann
Ómar Vignir Helgason, leikmaður 1. deildarliðs Selfoss í handbolta, sleppur við leikbann þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald í bikarleiknum gegn Val á mánudaginn.
View Article„Nýi meirihlutinn skelfilegur“
Gunnar Örn Marteinsson, fyrrverandi oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að nýi meirihlutinn í hreppnum sé skelfilegur í ljósi þess hve ólíka stefnu listarnir sem mynda hann hafa haft.
View ArticleAðventa á Fjöllum
Í kvöld kl. 20 mun Sigurjón Pétursson halda fyrirlestur og leiða gesti um ljósmyndasýninguna Aðventa á Fjöllum sem nú stendur yfir í bókasafninu í Hveragerði að Sunnumörk 2.
View ArticleStolið úr bílum á Hellu
Aðfaranótt föstudags var farið inn í nokkrar bifreiðar á Hellu og þaðan stolið lítils háttar af verkfærum. Lögreglan hvetur bíleigendur til að læsa bílum sínum tryggilega.
View ArticleDagbók lögreglu: Hraðakstur og sinubruni
Ellefu ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku. Sá sem ók hraðast var mældur á 122 km hraða við Berjanesfitjar.
View ArticleÞrjátíu sentimetra djúpt vatn í kjallaranum
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út í gærkvöldi til þess að dæla vatni úr kjallaranum á Hafnartúni á Selfossi en þar hafði flætt upp um niðurföll.
View ArticleVestfirsk Bókamessa í Bókakaffinu
Bókamessa Vestfirska forlagsins verður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld kl. 20.
View ArticleSelur, stillir og gerir við
Jósep Helgason opnaði fyrir stuttu hljóðfæraverslun sem er til húsa í Hjólabæ á Selfossi. Nokkuð er síðan síðast var rekin hljóðfærarverslun á svæðinu og nú þarf tónlistarfólk ekki lengur að sækja...
View Article