„Hissa og ótrúlega ánægð“
„Ég er bara eiginlega hissa og ótrúlega ánægð. Auðvitað setti ég stefnuna á þetta sæti en það voru margir sterkir kandítatar að keppa að sama marki.“
View ArticleHátt í tvö þúsund fluttu til útlanda
Alls hafa 1.912 manns fluttst erlendis frá Suðurlandi á tímabilinu 1. október 2008 til 12. nóvember 2012. Þar af fluttust 1.064 einstaklingar með íslenskt ríkisfang til útlanda á þessu tímabili.
View ArticleMarkús spjallar í Listasafninu
Markús Þór Andrésson verður með sýningarstjóraspjall í Listasafni Árnesinga í dag kl. 15 þar sem hann spjallar um sýninguna Tómið - horfin verk Kristins Péturssonar.
View ArticleSöfnuðu kvartmilljón í Sjóðinn góða
Bingó Kvenfélags Grímsneshrepps var haldið á Borg í gær og tókst mjög vel en húsfyllir var á staðnum. Sameiginlega lögðu bingóspilarar og Kvenfélag Grímsneshrepps 250.000 kr. í Sjóðinn góða hjá Rauða...
View ArticleKaldavatnslaust í Hveragerði
Vegna tenginga á aðveituæð verður kalda vatnið tekið af Hveragerðisbæ í nótt, aðfaranótt mánudags milli kl. 4 og 6.
View ArticleSluppu vel úr mjög hörðum árekstri
Mjög harður árekstur tveggja fólksbifreiða varð á gatnamótum Þrengsla- og Þorlákshafnarvegar síðastliðið fimmtudagskvöld.
View ArticleÞurftu að „sleppa“ ölvuðum ökumanni
Lögreglumenn á Selfossi lentu í þeirri stöðu aðfaranótt sunnudags að fá fjögur útköll á sömu klukkustundinni.
View ArticleLeitað að vitnum að líkamsárás
Um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags var óskað eftir lögreglu og sjúkraliði vegna ölvaðs manns við Hvítahúsið á Selfossi.
View ArticleÖlóður maður á Örkinni
Lögregla var kölluð að Hótel Örk í Hveragerði upp úr miðnætti á föstudag vegna manns sem réðist á þrjá starfsmenn hótelsins.
View ArticleStungið á öll dekkin
Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags eða föstudags var stungið á alla hjólbarða Toyota Rav bifreið sem stóð fyrir utan Oddabraut 4 í Þorlákshöfn.
View ArticleEyrbekkingar með unglingalið á badmintonmóti
Ungmennafélag Eyrarbakka sendi í fyrsta skipti í sögu félagsins lið á unglingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem fram fór á laugardag.
View ArticleUmsóknir fyrir Sjóðinn góða
Undanfarin ár hafa Rauði krossinn, kvenfélögin, Lions, sóknir þjóðkirkjunnar og fleiri aðilar sem sinna líknarmálum og félagslegri aðstoð í Árnessýslu, haft með sér samvinnu um aðstoð fyrir hátíðarnar...
View ArticleMagnús J: Niðurskurður í grunnþjónustunni kominn að hættumörkum
Niðurskurður í grunnþjónustunni er orðinn verulega alvarlegur og hefur ekki síst bitnað á íbúum Suðurkjördæmis.
View ArticleKR marði Hamar
Hamar gaf KR ekkert eftir í lokaumferð Lengjubikars karla í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld. KR kreisti fram sigur í lokaleikhlutanum, 77-68.
View ArticleÞór tapaði en fer samt í úrslit
Þórsarar eru komnir í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta þrátt fyrir tap gegn Njarðvíkingum í lokaumferðinni Þorlákshöfn í kvöld, 83-88.
View ArticleUnnið að úrbótum í Reykjadal
Unnið hefur verið að ýmsum úrbótum sem lúta að auknu öryggi ferðamanna í Reykjadal á undanförnum mánuðum.
View ArticleStrákalið Selfoss bikarmeistari
Lið Selfoss í 1. flokki karla sigraði í sínum flokki á bikarmóti Fimleikasambandi Íslands sem fram fór á Selfossi um síðustu helgi.
View ArticleLandsliðsmenn í U15 og U17
Fjórir Selfyssingar voru á dögunum valdir í landsliðshópa hjá yngstu landsliðunum í handbolta.
View ArticleViðurkenningar til Skarphéðinsmanna
Í tilefni 100 ára afmælis Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins var Frjálsíþróttasambandi Íslands falið að úthluta viðurkenningum til þrjátíu einstaklinga hér á landi fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar.
View ArticleMarín vann þriðja árið í röð
Marín Laufey Davíðsdóttir, Þjótanda varð hlutskörpust í kvennaflokki þriðja árið í röð í Fjórðungsglímu Suðurlands sem fór fram að Laugalandi í Holtum á dögunum
View Article