Bingó Kvenfélags Grímsneshrepps var haldið á Borg í gær og tókst mjög vel en húsfyllir var á staðnum. Sameiginlega lögðu bingóspilarar og Kvenfélag Grímsneshrepps 250.000 kr. í Sjóðinn góða hjá Rauða krossinum.
↧