Selfyssingar bikarmeistarar í 2. flokki
Selfoss varð í kvöld Eimskips bikarmeistari 2.flokks karla í handbolta þegar liðið sigraði Val, 32-29 í hörkuleik.
View ArticleHagnaður upp á 23 milljónir
Tekjur hafnarinnar í Þorlákshöfn voru um 112 milljónir króna á síðasta ári en gjöld námu 89 milljónum króna.
View ArticleSveinn og Katrín fengu Landbúnaðarverðlaunin
Landbúnaðarverðlaun 2012 voru afhent við setningu Búnaðarþings í gær en verðlaunin hlutu bændurnir í Skarðaborg í Reykjahverfi og í Reykjahlíð á Skeiðum.
View ArticleLömpum stolið í innbroti í Laugarási
Brotist var inn í gróðurhús í Laugarási aðfaranótt síðastliðins fimmtudags og þaðan stolið sex gróðurhúsalömpum. Tvennt var handtekið á föstudag vegna málsins en fólkið neitar sök.
View ArticleStóru gasgrilli stolið
Nýlegu gasgrilli, Weber Genesis, var stolið frá sumarbústað í Tjarnarhólslaut sem er í landi Vaðness í Grímsnesi fyrr í mánuðinum.
View ArticleNaumt tap í æsispennandi bikarleik
Stúlknalið Hamars/FSu tapaði naumlega fyrir Njarðvík í æsispennandi úrslitaleik í bikarkeppninni í körfubolta í gær, 52-47.
View ArticleLögreglumaður bjargaði manni úr reykfylltri íbúð
Neyðarlínan fékk boð um eld í íbúðarhúsi við Smáratún á Selfossi um kl. 21:45 í kvöld. Lögreglumaður bjargaði húsráðanda út úr reykfylltri íbúðinni.
View ArticleEnn einn Norðmaðurinn til skoðunar
Enn einn Norðmaðurinn er í herbúðum knattspyrnuliðs Selfyssinga þessa dagana en miðjumaðurinn Jon Andre Røyrane er nú hjá þeim og æfir með liðinu.
View ArticleVerkefnastaðan góð til vorsins
Icecool, fyrirtæki Gunnars Egilssonar á Selfossi, afhenti Veðurstofunni nýlega sérútbúinn jöklabíl sem er meðal annars með sérstakan búnað til öskurannsókna.
View ArticleSamið við Björgunarfélagið
Á síðasta fundi framkvæmdanefndar landsmóta á Selfossi var skrifað undir samning við Björgunarfélag Árborgar vegna aðkomu félagsins að mótshaldinu.
View ArticleEigendaskipti á Hótel Skógum
Elías Rúnar Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson hafa keypt Hótel Skóga af Pólar Hótel.
View ArticleKrefjast lækkaðs eldsneytisverðs
Samstöðuhópur um heilbrigðis atvinnumál og á Suðurlandi tekur af heilum hug undir þær kröfur sem komið hafa fram um að eldsneytisverð verði lækkað og hvetur þingmenn sína til að leggja því máli lið.
View ArticleFá frítt í sund en ekki ræktina
Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að veita atvinnuleitendum í Ölfusi frían aðgang að Sundlaug Þorlákshafnar hluta dags. Á sama fundi var hafnað erindi um frían aðgang að líkamsræktaraðstöðu í...
View ArticleSólarferð fær frábæra dóma
Uppsetning Leikfélags Selfoss á Sólarferð eftir Guðmund Steinsson, sem frumsýnd var sl. föstudag, fær frábæra dóma á leiklist.is.
View ArticleFyrsti aðalfundurinn í þrettán ár
Aðalfundur Umf. Ásahrepps var haldinn í Ásgarði þann 15. febrúar sl. Félagið hefur lítið starfað undanfarin ár, en ekki hefur verið haldinn aðalfundur í félaginu síðan í apríl árið 1999.
View ArticleAðgengi og aðstaða í skógum styrkt
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 69 milljónir króna í styrki til þrjátíu verkefna á dögunum. Nokkrir styrkir voru veittir til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða á...
View ArticleDr. Sigurður Árni: Gleðilega kirkju!
Þjóðkirkjan er á tímamótum og kosning biskups í mars verður öðru vísi en allar kosningar biskupa hingað til.
View ArticleFundu stolnar kerrur
Lögreglumenn á Selfossi fundu tvær stolnar fólksbílakerrur við húsleit í gærkvöldi.
View ArticleBenda á „dauða“ símapunkta
Bæjarstjórn Ölfuss hefur bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að efla GSM fjarskipti í Ölfusinu þar sem víða er að finna staði þar sem farsímar ná ekki sambandi.
View ArticleÓnýtur eftir eldsvoða
Eldur kviknaði í fólksbíl í Þrengslunum laust fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er gjörónýtur.
View Article