Snarpar vindhviður undir Eyjafjöllum
Í dag hvessir um tíma af austri sunnanlands og spáð er snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum, 30-40 m/s með morgninum.
View ArticleÓánægja með samgönguáætlun
Hafnarstjórn Þorlákshafnar hefur lýst yfir óánægju sinni með að uppbygging stórskipahafnar í Þorlákshöfn sé ekki inni á samgönguáætlun 2011-2014.
View ArticleSkipa starfshóp um umhverfismál - „Ekki eðlilegt,“ segir Eggert
Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar hefur samþykkt að skipa verkefnishóp um umhverfismál í sveitarfélaginu fyrir sumarið 2012.
View ArticleFjóla stórbætti sig
Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona úr Umf. Selfoss, stórbætti HSK metið í 400 m hlaupi kvenna innanhúss á XL-Galan mótinu í Stokkhólmi í dag.
View ArticleNær tíunda hver sunnlensk fjölskylda í vanskilum
Á Suðurlandi er hlutfall fjölskyldna í vanskilum 9,7% og er það eingöngu hærra á Suðurnesjum þar sem 16,5% íbúa er á vanskilaskrá.
View ArticleSveitarstjórnarmenn mjög ósáttir
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er mjög óánægð með útfærslu á tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu kaffistofunni að Lögbergsbrekku.
View ArticleSara og Díva sigruðu
Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum sigruðu í töltkeppni meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sem fram fór í Ölfushöllinni í gærkvöldi.
View ArticleKaupa þrjár fjölnota menningarstúkur
Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að beina því til bæjarstjórnar að ganga til samninga við Litla-Hraun um smíði á þremur fjölnota menningarstúkum.
View ArticleBikarleikirnir í beinni
Tvö lið frá Selfossi hafa tryggt sér sæti í bikarúrslitaleikjum yngri flokka í handbolta sem fram fara í Laugardalshöll á sunnudaginn.
View ArticleFrumsýning á Selfossi í kvöld
Leikfélag Selfoss frumsýnir í kvöld leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson.
View ArticleÆtla að lækka skuldir um 800 milljónir
Stefna bæjarstjórnar Árborgar er að lækka skuldir um 800 milljónir króna á næstu þremur árum og koma skuldahlutfalli undir lögbundin viðmið árið 2013.
View ArticleAuðvelt hjá Hamri
Hamar átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Ármenninga á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Hamar sigraði 65-106.
View ArticleViðar með þrennu í öruggum sigri
Viðar Örn Kjartansson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Selfoss vann 2-3 sigur á Þrótti í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi.
View ArticleÞórsarar kældu bikarmeistarana
Þór Þorlákshöfn lagði nýkrýnda bikarmeistara Keflavíkur í frábærum körfuboltaleik í Icelandic Glacial höllinni í gærkvöldi. Lokatölur voru 75-65.
View ArticleTap á Skipaskaga
FSu heimsótti ÍA í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu, 95-83.
View ArticleSASS mátti semja við Hópbíla
Kærunefnd útboðsmála hafnaði í gær kröfu Bíla og fólks ehf um að samningur Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi yrði felldur úr gildi.
View ArticleAtvinnulausir fá ekki frítt í sund frekar en aðrir
Hreppsráð Rangárþings ytra telur sér ekki fært að veita atvinnulausum frían aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins.
View ArticleIlla haldinn af bráðaofnæmi
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann upp í Landmannalaugar um hádegið í dag.
View ArticleVilja selja Brunavörnum Árnessýslu húseignir
Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hefja viðræður við Brunavarnir Árnessýslu um sölu á húsnæði slökkvistöðva innan sveitarfélagsins.
View ArticleÁ 140 á Skeiðunum
Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Skeiða- og Hrunamannavegi eftir hádegi í dag en sá ók á 140 km hraða á klukkustund.
View Article