Frábær tilþrif á Akureyri
Fyrri umferð Greifatorfærunnar á Akureyri fór fram í dag en keppnin var 3. umferð Íslandsmótsins og 5. umferð FIA/NEZ keppninnar. Sunnlendingar voru í toppbaráttunni á öllum vígstöðvum.
View ArticleSigurþór efstur fyrir lokahringinn
Sigurþór Jónsson, Golfklúbbi Selfoss, leiðir keppnina á Securitas-mótinu í golfi sem haldið er á Kiðjabergi um helgina. Mótið er fimmta og næstsíðasta umferð Eimskipsmótaraðarinnar.
View ArticleÍslandsást í Ameríku
Saga Íslendinga í Norður-Ameríku verður flutt í máli og myndum í Húsinu á Eyrarbakka í dag kl. 18.
View ArticleUmtalsverð breyting í Hveragerði
Atvinnuleysi heldur áfram að minnka en það mældist 3,1% á Suðurlandi í júlímánuði. 2,4% meðal karla en 4% meðal kvenna.
View ArticleFrábær þrenna hjá Helga - Maciej á sjúkrahús
Knattspyrnufélag Rangæinga og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar gerðu 3-3 jafntefli í dramatískum leik í 2. deild karla í dag þegar þau mættust á Hvolsvelli.
View ArticleSigurþór annar og Hlynur fjórði
Sigurþór Jónsson, Golfklúbbi Selfoss, varð annar á Securitas-mótinu í golfi sem lauk á Kiðjabergi í dag. Hlynur Geir Hjartarson hífði sig upp í fjórða sætið á lokadeginum.
View ArticleMargir vilja í nýja stöðu
Ásókn er í nýtt starf skipulags- og byggingafulltrúa í Rangárþingi ytra en 24 umsækjendur sóttu um stöðuna.
View ArticleBusarnir skírðir í Laugarvatni
Busarnir í Menntaskólanum að Laugarvatni voru innvígðir í nemendasamfélagið í dag. Áratuga hefð er fyrir því að skíra nýnemana í Laugarvatni.
View ArticleDofri frá keppni í tvær til fjórar vikur
Dofri Snorrason leikmaður Selfoss í knattspyrnu, sem er á láni frá KR, meiddist á æfingu á þriðjudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar.
View ArticleRangæingar fallnir
Hamar vann öruggan 5-0 sigur á KFR í Suðurlandsslagnum í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Rangæingar eru fallnir úr 2. deildinni þar sem Hamar og Grótta náðu bæði í stig í kvöld.
View ArticleHSK í 4. sæti eftir fyrri daginn
Lið HSK er í fjórða sæti að loknum fyrri keppnisdegi á Bikarkeppni Frljálsíþróttasambands Íslands sem fram fer á Akureyri.
View ArticleSækja slasaðan mótorhjólamann
Flugbjörgunarsveitin Hellu var kölluð út á ellefta tímanum í morgun þegar tilkynning barst um slasaðan mótorhjólamann á veginum milli Landmannalauga og Eldgjár.
View ArticleVarað við hlaupvatni og eiturgufum
Hlaup er hafið úr vestari Skaftárkatlinum undir Vatnajökli. Lögreglan á Hvolsvelli varar ferðamenn við því að fara að upptökum Skaftár vegna hugsanlegra eiturgufa.
View ArticleLeitað að ferðamanni í Eldgjá
Nú stendur yfir leit að asískri konu sem saknað er í Eldgjá á Fjallabaksleið nyrðri. Konan kom með hópi ferðamanna í rútu á staðinn.
View ArticleHSK í fjórða sæti
Lið HSK varð í fjórða sæti í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fór á Akureyri um helgina. HSK fékk 124,5 stig og var 3,5 stigum á undan Breiðabliki. ÍR sigraði með 184 stig.
View ArticleÆgir vann Suðurlandsslaginn
Ægir lagði Árborg 2-0 þegar liðin mættust í 3. deild karla í knattspyrnu í Þorlákshöfn í dag.
View ArticleSelfoss úr fallsæti eftir frábæran sigur á KR
Selfyssingar lyftu sér úr fallsæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar þeir unnu sanngjarnan sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR á Selfossvelli í kvöld, 1-0.
View Article„Mjög ánægður með frammistöðu mína“
Babacar Sarr var besti maður vallarins þegar Selfoss lagði KR, 1-0 í Pepsi deild karla í knattspyrnu í kvöld.
View ArticleHlynur Geir tryggði sér titilinn
Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, tryggði sér í dag stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi þegar hann varð í 3.-4. sæti á Símamótinu á Grafarholtsvelli.
View ArticleFlest lón komin á yfirfall
Lónsstaða á miðlunarsvæði Landsvirkjunar í Þjórsá er góð um þessar mundir að sögn Daða Viðars Loftssonar hjá Landsvirkjun.
View Article