Umtalsverð framleiðsluaukning hefur orðið á bleikjueldi hjá fyrirtækinu Fjallableikju að Hallkellshólum í Grímsnesi. Að sögn Halldórs Arinbjarnar, framleiðslustjóra, er gert ráð fyrir að slátra um 80 tonnum af bleikju á þessu ári sem er 60% aukning á milli ára.
↧