Jeppi valt á Hellisheiði á sjötta tímanum í gær. Tveir voru í bílnum en þeir sluppu ómeiddir og gátu haldið leiðar sinnar eftir að hafa komið bílnum á hjólin aftur.
↧