Göngufólk það sem lögreglan á Hvolsvelli hefur leitað í dag er komið fram. Ekkert amaði að fólkinu sem fannst á göngu til byggða austur í Lóni á níunda tímanum í kvöld.
↧