Félagar úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði sóttu í kvöld slasaða konu upp í Rjúpnabrekkur á leið inn í Reykjadal. Konan hafði snúið sig á fæti og þurfti aðstoð við að komast niður.
↧